Parka.is
Hafnarfjörður Campground Photo
Hafnarfjörður
Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni.
Hólf tjaldsvæðis
Myndir
Lýsing tjaldsvæðis
Tjaldsvæðið er opið frá 15 Maí til 15 September

Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inná Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.

Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.
Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu.

Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfi.

Hámarks dvöl eru 7 nætur.

Til þess að nota rafmagn á svæði C þarf að leiða langa snúru yfir aksturs vegin frá svæði B.

Öryggismyndavélar vakta innganginn á tjaldsvæðið.

Forbókun er ekki í boði eins og er, komið við hjá afgreiðslunni til þess að borga fyrir gistinguna, hún er opin milli 08:00-09:00 & 21:00-22:00
Upplýsingar tjaldsvæðis
Hjallabraut 51 220
565-0900
info@lavahostel.is
VSK: 37803
Pricelist
Fullorðinn (á manneskju á nótt)
1700 kr.
13 ára og yngri
0 kr.
Ellilífeyrisþegar 67+ /öryrkjar
1000 kr.
14 – 17 ára
1000 kr.
Eiginleikar
Kolagrill
Badminton (0.1km)
Þvottavél
Uppvöskunaraðstaða
Blakvöllur (0.1km)
Frisbígolf
Hundar leyfðir
Nettó (0.7km)
Strætó stopp (0.2km)
Losun á ferðasalerni
Salerni
Sturta
Rafmagn
800 kr.
Leikvöllur
Gönguleiðir