Camp Egilsstaðir
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er opið allt árið með þjónusturými opið allan sólarhringinn. Tjaldsvæðið er miðsvæðis í bænum í klettaskjóli við Kaupvang, steinsnar frá helstu verslunar- og þjónustuaðilum á Egilsstöðum.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Öll helsta aðstaða er fyrir hendi á tjaldsvæðinu, aðgangur að rafmagni, þvottahús, leiktæki fyrir börn, snyrtingar (einnig með aðgengi fyrir fatlaða) og sturtur. Innanhús eldhúsaðstaða með hellum, örbylgjuofni, hitakatli og brauðrist. Einnig gos- og kaffi sjálfssalar. Á útisvæðinu er einnig skýli til eldunar, útiborð og bekkir ásamt aðstöðu til að vaska upp.
Ærslabelgur er í Tjarnagarði í 2 mín akstursfjarlægð.
Sundlaugin á Egilsstöðum er aðeins 1 km í burtu.
Frá október til apríl er ekki nauðsynlegt að panta pláss og hægt er að tjalda á hvaða stað sem er. Á háönn skal bóka í gegnu Parka eða á www.campegilsstadir.is
Egilsstaðir eru af mörgum kallaðir höfuðstaðir Austurlands en Fljótsdalshérað er annað stærsta hérað Austurlands með um 4.600 íbúa. Þar af búa um 2.300 á Egilsstöðum og um 450 manns í Fellabæ sem gerir þetta svæði að stærsta þéttbýliskjarna á Austurlandi. Mikið úrval verslana er á svæðinu og mikið af þjónustufyrirtækjum sem þjónusta jafnt ferðamenn sem íbúa. Mikil náttúrufegurð er á Egilsstöðum og í næsta nágrenni sem gerir Egilsstaði að tilvöldum stað til að gista á og ferðast þaðan í dagsferðir til annarra staða á Austurlandi. Þannig er stutt að fara í Hallormsstaðaskóg, Seyðisfjörð og á Eiðar. Heitar laugar er hægt að nálgast í Vök Baths í 4 km fjarlægð og Laugarfell á hálendinu. Hellir leynist bak við Fardagafoss sem er í 5 mín aksturfjarlægð (20-30 mín ganga).
Ærslabelgur er í Tjarnagarði í 2 mín akstursfjarlægð.
Sundlaugin á Egilsstöðum er aðeins 1 km í burtu.
Frá október til apríl er ekki nauðsynlegt að panta pláss og hægt er að tjalda á hvaða stað sem er. Á háönn skal bóka í gegnu Parka eða á www.campegilsstadir.is
Egilsstaðir eru af mörgum kallaðir höfuðstaðir Austurlands en Fljótsdalshérað er annað stærsta hérað Austurlands með um 4.600 íbúa. Þar af búa um 2.300 á Egilsstöðum og um 450 manns í Fellabæ sem gerir þetta svæði að stærsta þéttbýliskjarna á Austurlandi. Mikið úrval verslana er á svæðinu og mikið af þjónustufyrirtækjum sem þjónusta jafnt ferðamenn sem íbúa. Mikil náttúrufegurð er á Egilsstöðum og í næsta nágrenni sem gerir Egilsstaði að tilvöldum stað til að gista á og ferðast þaðan í dagsferðir til annarra staða á Austurlandi. Þannig er stutt að fara í Hallormsstaðaskóg, Seyðisfjörð og á Eiðar. Heitar laugar er hægt að nálgast í Vök Baths í 4 km fjarlægð og Laugarfell á hálendinu. Hellir leynist bak við Fardagafoss sem er í 5 mín aksturfjarlægð (20-30 mín ganga).
Fullorðnir (13-67)
2500 kr.
Ellilífeyrisþegar (67 ára og eldri) og öryrkjar
1750 kr.
Rafmagn 24 klst
1500 kr.
Gistináttaskattur
333 kr.
Veitingahús
Eldunaraðstaða
Áfylling vatns
Flokkun sorps
Frítt fyrir börn
Heitt vatn
Hleðslustöð
Kalt vatn
Salerni
Kolagrill
Rafmagn
Sturta
Uppþvottaaðstaða
Þráðlaust net
Þurrkaðstaða
Þurrkari
Þvottavél
Seyrulosun
Frisbígolf völlur
Blakvöllur
Golfvöllur
Gönguleiðir
Hestaleiga
Hjólaleiðir
Leiktæki
Safn
Sauna
Sparkvöllur
Sundlaug
Vaðlaug
Vatnsrennibraut
Hundar leyfðir
Gæludýr í taumi
Strætó stopp
Veitingasala
Vetraropnun
Sumaropnun
Opið allt árið