Parka.is
Laugarhóll í Bjarnarfirði Campground Photo
Laugarhóll í Bjarnarfirði
Notalegt tjaldsvæði stutt frá sundlaug og náttúrulaug.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Á Laugarhóli er lítið tjaldsvæði staðsett í Bjarnarfirði á Ströndum.
Um er að ræða mjög einfalt tjaldsvæði með litlum salernisskúr og takmörkuðum aðgangi að rafmagni.

Tjaldsvæðið er staðsett til hliðar við Hótel Laugarholl, um 24 km norður af Hólmavík, í gróskumiklum dal þar sem gestir eru lausir við gauragang "borgarlífsins" og umkringdir náttúrufegurð. Margar gönguleiðir eru í nágrenninu.

Aðeins eru 6 blá rafmagnstengi á neðra tjaldsvæðinu, en stranglega bannað er að hlaða bíla á tjaldsvæðinu. Hinsvegar er bílahleðslustöð staðsett rétt fyrir neðan hótelið.

Á hótelinu er hægt að kaupa aðgang að sundlaug með heitri náttúrulaug (40°C). Þar er ágæt hreinlætisaðstaða og sturtur.

Opnunartími sundlaugar (að náttúrulauginni meðtaldri) er frá 8:00 til 22:00. Laugin er þrifin einusinni í viku og er þá opnuð um 19:00. Stranglega bannað er að vera með gler við sundlaugarsvæðið.

Tjaldsvæðið er fyrst og fremst svefnstaður tjaldgesta og því eru ferðalangar beðnir um að takmarka akstur um svæðið og sýna öðrum tillitssemi.

Hótelaðstaðan er ekki innifalinn í þjónustu tjaldsvæðisins og eru tjaldgestir beðnir um að ganga hljóðlega um hótelsvæðið eftir kl. 22:00.

Hleðslustöð fyrir bíla er staðsett fyrir neðan hótelið.

Vinsamlegast lesið upplýsingarnar hér að neðan og fyrir nánari upplýsingar má leita til starfsfólksins á Hótel Laugarhóll.

Siðareglur tjaldsvæðis:

• Greiða þarf fyrir tjaldsvæðið við komu (á vefsvæðinu eða á hótelið).
• Tjaldsvæðið skal vera hljóðlátt og rólegt á miðnætti.
• Umferð er ekki leyfð frá klukkan 23:00 til 9:00.
• Sundlaugarsvæðið er lokað kl. 22, líka náttúrulaugin.
• Tjaldsvæðið ber ekki ábyrgð á eignum gesta.
• Börn eru á ábyrgð fullorðinna einstaklinga sem þau ferðast með.
• Hundar mega ekki ganga lausir á svæðinu.
• Opinber drykkja er ekki leyfð á tjaldsvæðinu.
• Sorp verður að skilja eftir í tunnunni við útgönguleiðina en einnig er endurvinnslustöð við brúnna hjá Bjarnarfjarðará.
• Brot á þessum reglum getur leitt til brottvísunar af tjaldsvæðinu.
Upplýsingar tjaldsvæðis
Klúka, Bjarnarfirði á Ströndum , 510
4513380
laugarholl@laugarholl.is
Opið: 01. Jún - 30. Sep
Verðskrá
Fullorðinn (13 ára og eldri) tjaldgestur
1500 kr.
Barn (6-12 ára) tjaldgestur
800 kr.
Gistináttaskattur
333 kr.
Sundlaugargjald barn (6-12 ára)
200 kr.
Sundlaug fullorðnir (13 ára og eldri)
500 kr.
Rafmagn
1500 kr.
Eiginleikar
Hleðsla fyrir rafbíla
Veitingahús
Kalt vatn
Salerni
Rafmagn
Veiðileyfi
Gönguleiðir
Hjólaleiðir
Sundlaug
Gæludýr í taumi
Náttúrulaug
Sumaropnun
Foss