Parka.is
Berunes  Campsite - Restaurant - Hostel Campground Photo
Berunes Campsite - Restaurant - Hostel
Skjólsælt og lítið fallegt svæði fyrir nokkra bíla og tjöld þaðan sem er einstakt útsýni, stutt í veislumat og austfirskt öl. Gönguleiðir liggja upp að fjalli og til fjöru.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Á Berunesi er lítið tjaldsvæði, svæði fyrir húsbíla með rafmagni og án.

Þjónustuhúsið geymir 3 klósett, sturtu, lítið eldhús, skolvask.
Hægt er að tæma gráa / svarta vatnið og fylla á. Einnig er þvottaaðstaða fyrir bíla.
Aðgangur að þvottavélum kostar 1000 kr fyrir hverja vél.

Á Berunesi er Farfuglaheimili og veitingastaður & bar (opinn júní fram í miðjan september) þar sem boðið er upp á morgunverð alla morgna og máltíðir frá kl 18 til 21:30. Gestir geta bókað sig á vefsíðunni okkar - berunes.is og mælt er með að gera það tímanlega.

Við biðjum gesti um að finna sér sitt stæði og koma í móttökuna til okkar (fyrir framan litlu kirjuna) á opnunartíma sem er 16 til 22 og á morgnanna frá 8 til 12.
Upplýsingar tjaldsvæðis
Berunes , 766 Djúpivogur
8697227
berunes@hostel.is
Opið: 20. Apr - 10. Okt
Verðskrá
Fullorðinn (16-67)
2250 kr.
Heldriborgarar (67+)
1850 kr.
Hjólandi gestur - sérverð
1850 kr.
Rafmagn - Fyrir 1 bíl
1300 kr.
Gistináttaskattur
400 kr.
Eiginleikar
Veitingahús
Sumaropnun
Hleðsla fyrir rafbíla
Smáhýsi til útleigu
Eldunaraðstaða
Áfylling vatns
Flokkun sorps
Frítt fyrir börn
Heitt vatn
Hleðslustöð
Kalt vatn
Salerni
Rafmagn
Sturta
Þráðlaust net
Þurrkaðstaða
Þurrkari
Þvottavél
Seyrulosun
Gönguleiðir
Hundar leyfðir
Gæludýr í taumi