Parka.is
Tjaldsvæðið í Hveragerði Campground Photo
Tjaldsvæðið í Hveragerði
Tjaldsvæðið er staðsett í gróðursælu umhverfi í miðjum bænum. Hér er alla helstu þjónustu að fá og stutt í mikið af góðum matsölustöðum.
Tjaldsvæðið er opið allt árið.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Tjaldsvæðið í Hveragerði er staðsett við Reykjamörk, sem er miðsvæðis í Hverageðri. Í nærumhverfi er mikil og falleg náttúra, góðar gönguleiðir (heilsuhringur Hveragerðis) og stutt í afþreygingu. Sundlaug er í um 1 km fjarlægð, golfvöllur í um 3 km fjarlægð og hestaleiga í um 5 km fjarlægð sem dæmi. Einnig er stutt í Reykjadalinn.
Stutt er í mikið af góðum matsölustöðum.

Á tjaldsvæðinu er góð aðstaða fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Hér er eldhúsaðstaða með heitu og köldu vatni, góð salernisaðstaða með sturtum og hægt er að komast í þvottavél og þurrkara. Einnig eru tveir vaskar með heitu og köldu vatni við úti klósett. Stórt grill er á staðnum.
Rafmagnstengill er við hvert stæði, ekki er heimilt að hlaða rafbíla. Hleðslustöð fyrir rafbíla er við þjónustumiðstöðina.

Fyrirfram bókuð stæði eru ætluð fyrir hjólhýsi, húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi, ekki tjöld. Nóg er síðan af stæðum fyrir tjöld og litla bíla sem þú bókar á staðnum. Svæði A, B og C er fyrir allar týpur af húsbíl, hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi. Við mælum þó sérstaklega með að bóka svæði A fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi og svæði B fyrir hjólhýsi. Gulu svæðin eru fyrir minnstu gerð camper bíla og litla bíla með tjald á toppnum. Rafmagn er borgað sér á staðnum. Til að sjá betri myndir af svæðunum er hægt að skoða Facebook síðu tjaldsvæðisins- Tjaldsvæðið í Hveragerði. Ekki er boðið upp á langtímastæði yfir sumartímann. Bóka má að hámarki 6 nætur nema haft sé samband við tjaldvörð.

Facebook síða: https://www.facebook.com/profile.php?id=100054481794404
Upplýsingar tjaldsvæðis
KT: 5304152010
Reykjamjörk 18 , 810
8446617
hveragerdicampsite@gmail.com
Opið: 01. Jan - 01. Jan
Verðskrá
Verð á mann, fullorðnir
2200 kr.
Gistináttaskattur
400 kr.
Eiginleikar
Hleðsla fyrir rafbíla
Eldunaraðstaða
Áfylling vatns
Flokkun sorps
Frítt fyrir börn
Heitt vatn
Hleðslustöð
Kalt vatn
Salerni
Kolagrill
Rafmagn
Sturta
Uppþvottaaðstaða
Þráðlaust net
Þurrkaðstaða
Þurrkari
Þvottavél
Seyrulosun
Hjólastóla aðgengi
Frisbígolf völlur
Golfvöllur
Gönguleiðir
Hestaleiga
Hjólaleiðir
Leiktæki
Sparkvöllur
Sundlaug
Hundar leyfðir
Gæludýr í taumi
Strætó stopp
Vetraropnun
Sumaropnun
Opið allt árið