Parka.is
Hafnarfjörður Campground Photo
Hafnarfjörður
Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
[Scroll to the top of the page to select English]
Tjaldsvæðið er opið frá 16 Maí til 21 September.

Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inn á Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.

Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.
Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu.

Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.

Aðilar undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamanni.
Allir bílar þurfa að vera lagðir upp á bílastæði, ef þið eruð ekki að sofa í þeim.
Aðeins einn húsbíll eða vagn í hvert stæði.
Við bjóðum ekki upp á langtímastæði, hámarksdvöl eru 7 dagar í einu.
Það er hægt að nota rafmagn á svæði C með langri snúru, tenglanir eru hinum megin við aksturveginn á svæði B.
Öryggismyndavélar vakta innganginn á tjaldsvæðinu.

Hvernig kemst ég inn á tjaldsvæðið?
Það er frítt Þráðlaust net hjá hliðinu.
1) Bókaðu stæði í gegnum Parka. (smelltu á "Bóka Núna")
2) Hliðið er með bílnúmera skanna og á að opnast sjálfkrafa.

Ef það gerist ekki þá skaltu fylgja þessum skrefum:
1) Opnaðu kvittunina sem þú fékkst í gegnum tölvupóstinn.*
2) Smelltu á "skrá mig inn á svæðið" og þaðan getur þú leiðrétt bílnúmerið eða bætt við númer, eftir það á hliðið að geta opnað sjálfkrafa með því að skanna bílnúmerið.
3) Ef það virkar ekki Smelltu þá á "opna hlið".

*Þú færð tölvupóst ef bókunin gekk í gegn (gáðu í ruslpóstinn), þú færð 2 tölvupósta.
Upplýsingar tjaldsvæðis
KT: 6302933329
Hjallabraut 51 , 220
565-0901
info@lavahostel.is
VSK: 37803
Opið: 16. Maí - 21. Sep
Verðskrá
Fullorðinn
1900 kr.
14–17 ára
1500 kr.
Rafmagn
1100 kr.
Eiginleikar
Áfylling vatns
Flokkun sorps
Frítt fyrir börn
Heitt vatn
Kalt vatn
Salerni
Kolagrill
Rafmagn
Sturta
Uppþvottaaðstaða
Þráðlaust net
Þurrkari
Þvottavél
Seyrulosun
Frisbígolf völlur
Ærslabelgur
Badminton
Blakvöllur
Gönguleiðir
Leiktæki
Hundar leyfðir
Gæludýr í taumi
Strætó stopp