Parka.is
Ferðaberg Campground Photo
Ferðaberg
Ferðaberg er 7.000 fermetra útisvæði þar sem boðið verður upp á sérhæfða og örugga þjónustu fyrir eigendur húsbíla og hjólhýsa. Svæðið er staðsett í Lækjarbergi í Ölfusi, við Þorlákshafnarveg í góðri tengingu við helstu samgönguleiðir.
Hólf tjaldsvæðis
Myndir
Lýsing tjaldsvæðis
Ferðavagnseigendur geta leigt stæði á vefnum Parka.is eða í snjallforritinu Parka, þar sem öll skráning og greiðsla fer fram rafrænt.

Vetrarstæði
September - maí
Ekki föst merkt stæði heldur er vögnum raðað upp af eða í samráði við leigusala. (Hægt er að panta stæði allan veturinn svo lengi sem pláss leyfir)

Sumargeymsla
Maí - September

Innifalið í sumargeymslu
* Númeruð einkastæði
* Þvottaaðstaða fyrir ferðavagna
* Losunarstöð fyrir salerni
* Aðgangsstýring á hliði og myndavélakerfi fyrir eigendur vagna í sumargeymslu
* Möguleiki að kaupa aðgang að rafmagni á völdum stæðum.


Rúmgóð stæði með greiðu aðgengi fyrir alla stærðir ferðavagna.
Stæði með aðgangi að rafmagni.
Aðstaða til þrifa og losunar á salernisbúnaði.
Aðgangsstýring með rafmagnshliði sem opnast með skráðu bílnúmeri.
Öryggismyndavélar sem tryggja vöktun og yfirsýn yfir svæðið.

Athugið: Gisting eða dvöl í ferðavögnum er ekki heimil á svæðinu. Ferðaberg er eingöngu hugsað sem geymslu- og þjónustusvæði eigenda ferðavagna, en ekki sem tjaldsvæði eða gististaður.
Eigendur geta geymt ferðavagninn á öruggum stað á meðan ekki er verið að ferðast og þurfa ekki að hafa áhyggjur af stæði við heimili sitt eða á ótryggum stöðum á milli ferða. Ferðaberg verður með fyrsta flokks aðstöðu fyrir ferðavagnaeigendur sem kjósa öryggi, aðgengi og vistvænt umhverfi.
Upplýsingar tjaldsvæðis
Lækjarberg , 816
6601304
thorir@meirihattar.is
Verðskrá
Vetrarleiga
94500 kr.