Fannborg ehf. (kt. 690508-0950) hefur umsjón með tjaldsvæðinu og þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Kerlingarfjöllum, Highland Base.
•Allir gestir þurfa að framvísa gildri bókunarstaðfestinu, ýmist útprentaðri eða rafrænni í farsíma.
•Gestum er heimilt að tjalda kl. 14:00 á komudegi. Ekki er heimilað að tjalda fyrr nema starfsfólk tjaldsvæðisins veiti leyfi við komu.
•Gestir þurfa að pakka saman og yfirgefa tjaldsvæðið fyrir klukkan 12:00 á brottfarardegi. Mögulegt er að yfirgefa tjaldsvæðið síðar gegn leyfi frá starfsfólki. Vinsamlegast hafðu samband við starfsfólk á brottfarardegi til að kanna hvort þetta sé mögulegt.
•Bókun felur í sér eitt pláss (fyrir eitt tjald, húsbíl, tjaldvagn, fellihýsi eða bíl með topptjaldi). Séu gestir með fleiri en eitt tjald/húsbíl/tjaldvagn/fellihýsi/topptjald skulu þeir bóka annað pláss.
•Hámarksfjöldi í hverju plássi eru 6 gestir. Börn allt að 11 ára aldri teljast ekki með í þessu hámarki. Starfsfólki er heimilt að biðja um staðfestingu á aldri barna.
•Það er stranglega bannað að endurselja bókanir á tjaldsvæði Kerlingarfjalla, Highland Base.
•Afbókunarskilmálar miða við 24 klst. Gestir sem afbóka fyrir 24 klst. fyrir komu eiga rétt á fullri endurgreiðslu að undanskildu 500 kr. vinnslugjaldi. Ef afbókun berst innan 24 klst. fæst bókun ekki endurgreidd.
•Gistináttaskattur að upphæð 333 kr. leggst ofaná hvert pláss, fyrir hverja nótt. Gistináttaskatturinn bætist sjálfkrafa við.
•Öll verð eru með vsk.
Þessir skilmálar og skilyrði fyrir þjónustuveitingu skulu lúta og vera túlkuð í samræmi við íslensk lög. Ef eitthvert ákvæði skilmálanna er eða verður ógilt, óframkvæmanlegt eða óbindandi, halda öll önnur ákvæði sínu gildi. Hver sá lagalegur ágreiningur sem kann að koma upp verður leystur í samræmi við íslensk lög á valdsviði dómara og dómstóla í Reykjavík, Íslandi.