Velkomin

Jökulsárlón er stórt jökullón við rætur Breiðamerkurjökuls í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Lónið er friðlýst sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði m.a. með það að markmiði að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Úr lóninu rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi.

Hér er greitt þjónustugjald fyrir notkun á bifreiðastæðum samkvæmt gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs. Miðast þjónustugjaldið við komu og viðveru ökutækja sem byggir á greiningu bílnúmers. Gjaldið gildir til miðnættis þann sólarhring sem það er greitt. Á því tímabili má aka inn og út af svæðinu að vild. Heimild til innheimtu þjónustugjalds er byggt á reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.

Jökulsárlón, Eystri- og Vestari-Fellsfjara eru eitt gjaldsvæði og gildir ein greiðsla fyrir öll svæðin innan sama dags.

Veittur er 50% afsláttur af þjónustugjaldi ef annað gjaldskylt þjónustusvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur áður verið heimsótt innan sama sólarhringsins og fullt gjald greitt þar.

50% Afsláttur ef bíl hefur verið lagt í Skaftafelli sama dag

Parka lausnir ehf.

Kt. 4806162270

Kringlan 4-6
103 Reykjavík


1. Bílnúmer

Gjald er byggt á viðverutíma en rafrænt eftirlit fylgist með númerum ökutækja sem koma á svæðið.

2. Bíl flokkur / Verð

Veldu ökutækjaflokk

3. Upplýsingar