Parka.is
Kerlingarfjöll - Highland Base Campground Photo
Kerlingarfjöll - Highland Base
Tjaldsvæðið í Kerlingarfjöllum liggur við árbakkann í Ásgarði, hlýlegum dal í útjaðri stórbrotinnar náttúru á hálendi Íslands.

Gestir hafa aðgang að vel búnu þjónustuhúsi með salernum, sturtum, eldunaraðstöðu og útigrilli. Tjaldsvæðið er opið frá 15. júní til 30. september.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Tjaldsvæðið liggur meðfram Ásgarðsá í skjólgóðum grasbala og þar er góð aðstaða fyrir tjöld, vagna og húsbíla. Á svæðinu er vel búið þjónustuhús með aðgangi að salerni, sturtum, eldunaraðstöðu og útigrilli — öllu sem til þarf fyrir ferðalag á fjöllum. Tjaldsvæðið er opið frá 15. júní til 30. september.

Gestir tjaldsvæðisins geta notið fjölbreyttrar þjónustu á svæðinu, til dæmis veitinga á veitingastað hótelsins sem einnig er staðsett í dalnum. Þar er boðið upp á morgunverðarhlaðborð, hádegisverð og kvöldverð auk sérstakra nestispakka sem henta vel í ferðalög á fjöllum.

Í móttöku hótelsins geta gestir einnig keypt aðgang að heitu böðunum á svæðinu.

Í Kerlingarfjöllum eru alltumlykjandi náttúrufegurð helsta aðdráttaraflið. Á svæðinu eru margar skemmtilegar gönguleiðir sem hægt að er ganga á eigin vegum eða í skipulögðum ferðum með leiðsögn. Gestir geta kannað rjúkandi jarðhitasvæði í Hveradölum, heimsótt stórbrotna útsýnisstaði eða gengið á snæviþakta fjallstinda á borð við Snækoll, Fannborg og Loðmund.

Ekið er að Kerlingarfjöllum um Kjalveg (F35) og þaðan er beygt inn á veg F347. Eins liggja jeppaslóðar í Kerlingarfjöll úr Þjórsárverum (Setrinu) og frá Tungufelli í Hrunamannahreppi. Kjalvegur er ómalbikaður en þó fær flestum farartækjum yfir sumartímann.

Við hvetjum gesti til að bóka pláss á tjaldsvæðinu fyrir fram.
Upplýsingar tjaldsvæðis
Kerlingarfjöll, Iceland
+(354) 571 1200
info@kerlingarfjoll.is
Opið: 15. Jún - 30. Sep
Verðskrá
Fullorðin
3000 kr.
Unglingar (12-16)
2000 kr.
Gistináttaskattur
333 kr.
Rafmagn
2000 kr.
Eiginleikar
Eldunaraðstaða
Áfylling vatns
Flokkun sorps
Frítt fyrir börn
Heitt vatn
Kalt vatn
Salerni
Kolagrill
Rafmagn
Sturta
Uppþvottaaðstaða
Þráðlaust net
Hjólastóla aðgengi
Gönguleiðir
Hjólaleiðir
Sauna
Hundar leyfðir
Gæludýr í taumi
Veitingahús
Náttúrulaug
Sumaropnun
Foss