Hluti jarðarinnar Skaftafells var friðlýst sem þjóðgarður árið 1967 og hefur frá 2008 verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Náttúrufegurð, veðurskilyrði, úrval gönguleiða og góð þjónusta gera Skaftafell að kjöráfangastað þeirra sem vilja njóta útivistar í íslenskri náttúru.
Hér er greitt þjónustugjald fyrir notkun á bifreiðastæðum í Skaftafelli samkvæmt gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs. Miðast þjónustugjaldið við komu og viðveru ökutækja sem byggir á greiningu bílnúmers. Gjaldið gildir til miðnættis þann sólarhring sem það er greitt. Á því tímabili má aka inn og út af svæðinu að vild. Heimild til innheimtu þjónustugjalds er byggt á reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.
Gjald er byggt á viðverutíma en rafrænt eftirlit fylgist með númerum ökutækja sem koma á svæðið.
Veldu ökutækjaflokk