Bílastæðahúsið í miðbæ Selfoss er staðsett vestan við Mjólkurbúið og býður gestum miðbæjarins, íbúum og fyrirtækjum í nágrenninu upp á bílastæði hvort sem er í áskrift eða til skemmri tíma.
Hér og í Parka appinu getur þú greitt tímagjald fyrir stakar viðverur. Gjaldskrá svæðisins má sjá hér.
Einnig er hægt að leigja langtímastæði með mánaðargjaldi hér.
Sé ekki greitt fyrir dvöl þá leggst vangreiðslugjald (4.500 kr) ofan á viðveru og krafa er stofnuð í banka á eiganda ökutækis
Gjaldið byggist á lengd viðveru sem fylgst er með rafrænu myndavélaeftirliti.
Borgaður tími er borin saman við myndavélarnar. Eigandi bílsins verður rukkaður fyrir ógreidda notkun.