Bílastæði við Háskóla Íslands eru staðsett á háskólasvæðinu í Reykjavík og eru ætluð nemendum, starfsmönnum og gestum. Stæðin eru annaðhvort í áskrift eða í boði fyrir styttri viðveru gegn tímagjaldi.
Hér, í Parka appinu og í greiðsluvélum sem staðsettar eru í flestum byggingum Háskólans, getur þú greitt tímagjald fyrir einstaka heimsóknir.
Starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands geta gerst áskrifendur að langtímastæði gegn mánaðarlegu gjaldi í Parka Appinu.
Vangreiðslugjald að upphæð 1960 kr. bætist við ógreidd bílastæðagjöld og er innheimt af eiganda ökutækis.
Gjaldið byggist á lengd viðveru sem fylgst er með rafrænu myndavélaeftirliti.
Greiddur tími er borinn saman við myndavélarnar. Eigandi bílsins verður rukkaður fyrir ógreidda notkun.