Parka.is
CJA camping Campground Photo
CJA camping
CJA er lítið fjölskyldufyrirtæki á jörðinni Hjalla í Reykjadal, um 2 km frá Laugum. Tjaldsvæði CJA er hólfað niður í einkastæði og áhersla lögð á að skapa rólegt umhverfi og gott næði. Í viðleitni okkar til þess að veita gestum okkar góða næturró leyfum við ekki fólki að tjalda eftir kl 23 og engan akstur um tjaldsvæðið frá miðnætti til sjö að morgni.

Gestir þurfa að vera farnir fyrir kl 13 á brottfarardegi.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Á bænum Hjalla í Reykjadal reka eigendur og ábúendur lítið tjaldsvæði í rólegu umhverfi. Allt svæðið er hólfað niður í einkabása og því er hentugt og öruggt að panta fyrirfram. Við leggjum mikla áherslu á vandaða umgerð og persónulega þjónustu. Tjaldsvæðið er vel vaktað og vandlega hirt og metnaður lagður í að hafa það, umhverfið allt og þjónustuhúsnæðið hreint, snyrtilegt og aðlaðandi.

Upplýsingar um forbókanir:
Við leggjum mikið upp úr því að koma í veg fyrir að svæði fari í for í blautu tíðarfari og því er eingöngu hægt að bóka viku fram í tímann á sumrin (á veturnar er lagt í stæði á möl og hægt að bóka lengra fram í tímann). Við leigjum til svefnpokagistingar kofa (hámark 3 einstaklingar) og tunnu (hámark tveir) og er líka hægt að bóka það hér á parka.is

Nánari lýsing á hólfum / aðstöðu:
Árið 2004 gerðu eigendur Hjalla og Norðurlandsskógar með sér samkomulag um gerð skjólbelta á tveimur gömlum túnum. Öll hólf á tjaldsvæðinu hafa því trjá- og runnagróður á 3 vegu en svæðin eru misstór, þau minnstu um 80 fermetrar en þau stærstu tæplega 200 fermetrar. Örlítill vatnshalli er á tjaldstæðinu.
Í þjónustuhúsnæðinu er lítil setustofa og 3 baðherbergi með samtals 4 sturtum, 5 klósettum og 1 pissuskál. Í óupphituðu rými er einföld eldunaraðstaða, vaskar og dallar til að flokka til endurvinnslu. Aðstaða er til seirulosunar (eingöngu klósett, ekki affall) og slanga til að fylla á neysluvatnstanka.
Upplýsingar tjaldsvæðis
KT: 1507695079
Hjalli , 650
+354 864 3757
cja@cja.is
VSK: 122682
Verðskrá
Fullorðinn
1900 kr.
Táningur (13 - 17 ára)
600 kr.
Hólf [Innifalinn 300 kr gistináttaskattur á nótt]
500 kr.
Rafmagn
800 kr.
Eiginleikar
Hleðsla fyrir rafbíla
Smáhýsi til útleigu
Eldunaraðstaða
Áfylling vatns
Flokkun sorps
Frítt fyrir börn
Heitt vatn
Hleðslustöð
Kalt vatn
Salerni
Kolagrill
Rafmagn
Sturta
Uppþvottaaðstaða
Þráðlaust net
Þurrkaðstaða
Þurrkari
Þvottavél
Seyrulosun
Hjólastóla aðgengi
Gönguleiðir
Leiktæki
Hundar leyfðir
Gæludýr í taumi
Vetraropnun
Sumaropnun
Opið allt árið