1. Tjaldsvæðið á Hjalla er rekið af CJA [150769-5079] sem ber ábyrgð á afhendingu þjónustunar sem keypt er. Öll verð eru birt með VSK.
2. Gestur tjaldsvæðis þarf að vera með kvittun útprentaða eða vistaða í snjallsíma, sýna við komu og geta birt tjaldstæðavörðum við eftirlit á svæðinu. Óheimilt er að framselja bókað stæði.
- Sá gestur sem greiðir fyrirfram á netinu gefst kostur á að afbóka sig allt að 48 tímum fyrir bókaða dagsetningu og fá greidda upphæð að frádregnu 500 kr. skráningargjaldi endurgreitt.
- Ef dvöl er stytt fæst 50% endurgreiðsla fyrir þær nætur sem ekki eru nýttar. Ef dvöl styttist eftir kl. 15, dregst ein nótt frá heildar endurgreiðslu.
- Hámarksfjöldi gesta í hverju stæði fer eftir stærð þess og er á bilinu 6-12 einstaklingar.
3. Gestir tjaldsvæðis geta komið sér fyrir milli kl. 15 og 23 á svæðinu. Gestir sem koma eftir það mega eiga von á því að þeim verði synjað um að koma sér fyrir. Eigandi CJA getur gefið heimild til að tjalda á öðrum tímum. Hver klst. fyrir kl. 15 eða eftir kl. 23 kostar 200 kr á mann (fullorðinn) og greiðist á staðnum.
4. Gestir þurfa að vera búnir að yfirgefa tjaldsvæðið fyrir kl. 13 á brottfarardegi. Eigandi getur gefið heimild til að seinka brottför og kostar þá hver klst. eftir það 200 kr. á mann (fullorðinn) og greiðist á staðnum.
5. Hámarkshraði ökutækja inn á tjaldsvæðaflötum er 25 km/klst.
- Öll umferð ökutækja innan tjaldsvæðið er óheimil frá miðnætti og fram til klukkan sjö árdegis.
- Akstur inn á, innan og út af tjaldsvæðaflöt takmarkast við eina ferð á dag á hvert ökutæki.
6. Gestum er skylt að ganga vel um náttúruna á tjaldstæðinu og í nágrenni.
- Þess er vænst að allt rusl sem hægt er að endurvinna sé skolað, flokkað og skilað í söfnunarílát við þjónustuhúsnæði. Engu rusli má henda á víðavangi.
7. Óheimilt er að kveikja opinn eld.
- Gestum er skylt að gæta þess að engin hætta stafi af eldunartækjum þeirra, prímusum og grillum, né valdi þau skaða á gróðri. Eingöngu má nota einnota grill á malarplani.
8. Gestum ber að gæta þess að valda ekki ónæði með háreysti, umferð eða óþarfa hávaða á tjaldstæðinu. Á Hjalla er auk tjaldsvæðisins rekið gistiheimili og þess er vænst að gestir virði ytri mörk tjaldstæðisins og valdi ekki ónæði meðal gistihússgesta. Kyrrð skal ríkja frá miðnætti til morguns.
9. Ólögráða einstaklingar geta eingöngu dvalið á tjaldstæðinu í fylgd með forráðamanni sem jafnframt ber ábyrgð á viðkomandi í því umhverfi sem er í næsta nágrenni við tjaldstæðið og þeim hættum sem þar kunna að leynast.
- Gestir sem ekki virða þessar almennu reglur tjaldsvæðisins kunna að verða látnir yfirgefa tjaldsvæðið tafarlaust geri þeir ekki umsvifalaust breytingu á umgengni sinni eftir ábendingar starfsfólks þar um.
- Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna.
- Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra