Tjaldstæðið í Haukafelli er nálægt mörgum af fallegum náttúruperlum í Austur-Skaftafellssýslu. Tjaldstæðið er mjög þekkt meðal heimamanna og hafa þeir verið duglegir að nota svæðið til útivistar og til að njót kyrðar og fegurðar.
• Glacier Trips (kt. 6905150240) rekur tjaldsvæðið og ber ábyrgð á afhendingu þeirra þjónustu sem keypt er hér. • Greiðanda gefst kostur á að afbóka sig allt að 24 tímum fyrir bókaða dagsetningu. • Ef dvöl er stytt fæst 50% endurgreiðsla fyrir þær nætur sem ekki eru nýttar. Ef dvöl styttist eftir kl. 15:00, dregst ein nótt frá heildar endurgreiðslu. • Gestur tjaldsvæðis þarf að vera með kvittun útprentaða eða vistaða í snjallsíma þegar hann er á svæðinu og geta birt tjaldstæðavörðum við eftirlit á svæðinu. • Gestir tjaldsvæðis geta komið sér fyrir eftir kl. 15:00 á svæðinu. Ef aðstæður leyfa geta landverðir gefið heimild til að tjalda fyrir þann tíma. • Gestir tjaldsvæðis þurfa að vera búnir að yfirgefa tjaldsvæðið fyrir kl. 12:00. Ef aðstæður leyfa geta landverðir gefið heimild til að seinka brottför. • Hámarksfjöldi gesta í hverju stæði er 6 einstaklingar 13 ára eða eldri (börn 12 ára og yngri eru ekki takmarkandi þáttur). Ef um fleiri er að ræða þarf að kaupa stæði til viðbótar. • Óheimilt er að framselja bókað stæði. • Verð á vörum og þjónustu eru birt með VSK. • Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tókst
Við munum senda þér upplýsingar um bókunina þína á Haukafell.
Villa
Upp kom villa
Þessi vefsíða notast við vefkökur til þess að bæta notenda upplifun. SjáFriðhelgisstefna