Parka.is
Möðrudalur á Fjöllum – Fjalladýrð Campground Photo
Möðrudalur á Fjöllum – Fjalladýrð
Vel búið og friðsælt tjaldsvæði á hæsta byggða bóli Íslands. Komdu og njóttu fjalladýrðarinnar hjá okkur. Stutt í margar af fegurstu náttúruperlum landsins.
Hólf tjaldsvæðis
Myndir
Lýsing tjaldsvæðis
Fjalladýrð – Möðrudal á Fjöllum býður ykkur velkomin á tjaldsvæðið á hæsta byggða bóli á Íslandi sem liggur í 469 m hæð yfir sjávarmáli. Sérstaðan er án efa víðáttan og fögur fjallasýn ásamt friðsæld og ævintýrablæ öræfanna handan við hornið.

Tjaldsvæðið býður uppá eldunaraðstöðu, sturtur, losun ferðasalerna, rafmagn og veraldarvefinn. Léttar gönguleiðir má finna út frá tjaldsvæðinu sem eru tilvaldar í náttúruskoðun og kyrrlátar kvöldgöngur þar sem sjá má Herðubreið gnæfa við himintjald, Kverkfjöll rísa úr Vatnajökli og Víðidalsfjöllin baða sig í kvöldsólinni.

Á Möðrudal er veitingastaðurinn FJALLAKAFFI sem framreiðir eingöngu afurðir beint af býlinu með áherslu á ferska fjallableikju, lambakjöt, hreindýrakjöt, geitakjöt og gæs. Á staðnum er einnig einstaklega vandað handgert ullarhandverk og falleg myndasýning af Holuhrauni og óbyggðum Íslands.
Fyrir marga er kirkjan sem Jón A. Stefánsson byggði í minningu konu sinnar mikið aðdráttarafl enda sérlega snotur og hlýleg.
Fjalladýrð býður uppá daglegar ferðir í Öskju, Kverkfjöll eða Herðubreiðargöngur fyrir þá sem vilja komast í tæri við hálendið í allri sinni dýrð.
Upplýsingar tjaldsvæðis
KT: 5107181000
471-1858
fjalladyrd@fjalladyrd.is
Pricelist
Eiginleikar
Losun skolptanka
Veitingahús
Heitt vatn
Kalt vatn
Rafmagn
Salerni
Svefnpokapláss
Gönguleiðir