• (Lækjarberg ehf. Kt. 410623-1530 ) rekur tjaldsvæðið og ber ábyrgð á afhendingu þeirra þjónustu sem keypt er hér.
• Gestur svæðis þarf að vera með kvittun útprentaða eða vistaða í snjallsíma þegar hann er á svæðinu og geta birt landeiganda við eftirlit á svæðinu.
• Óheimilt er að framselja bókað stæði.
• Verð á vörum og þjónustu eru án VSK.
• Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
1. Hið leigða
Leigð er 28 fermetra sérlóð með aðgengi um sameiginlegt svæði á 7.000 fermetra landi sem er
ætlað til geymslu/stöðu ferðatækja (húsbíla, hjólhýsa). Önnur notkun er óheimil nema með
skriflegu samþykki leigusala.
2. Leigutími
• Sumarleiga: Frá maí til 15. september.
• Vetrarleiga: Frá 15. september til maí.
3. Aðgengi og öryggi
• Frá og með maí 2026 verður aðgengi að landinu stjórnað með rafmagnshliði.
• Leigutakar fá úthlutaðan aðgang að hliðinu og svæðinu sem verður vaktað með
öryggismyndavélum.
• Sumarleiga: Hver leigutaki bókar númerað stæði fyrir sitt ferðatæki.
• Vetrarleiga: Ferðatækjum er raðað af leigusala eða í samráði við hann/starfsmenn hans.
• Almenn umgengni á svæðinu yfir vetrartímann er takmörkuð og fer fram í samráði við
leigusala.
4. Leiguverð og greiðslufyrirkomulag
Leiguverð er auglýst á vef Parka.is og á snjallsímaforritinu Parka þar sem allar greiðslur fara
fram rafrænt.
5. Ábyrgð og tryggingar
• Leigusali, starfsmenn hans eða eigendur bera enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á
ferðatækjum á leigulóðinni.
• Leigutaka er eindregið ráðlagt að tryggja ferðatæki með bruna- og/eða kaskótryggingu
hjá íslensku tryggingafélagi.
• Ferðatæki á svæðinu eru alfarið á ábyrgð leigutaka.
6. Lög og varnarþing
• Samningur þessi er háður íslenskum lögum.
• Komi upp ágreiningur vegna hans skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.