Parka.is
Eyjafjarðarsveit Campground Photo
Eyjafjarðarsveit
Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett við Hrafnagilsskóla 10 km innan við Akureyri. Þar er mjög gróðursælt og náttúrufegurð mikil.
Hólf tjaldsvæðis
Lýsing tjaldsvæðis
Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett við Hrafnagilsskóla 10 km innan við Akureyri. Þar er mjög gróðursælt og náttúrufegurð mikil. Gestir eru lausir við skarkalann en eru samt sem áður mjög nálægt allri þjónustu. Fjölbreyttar gönguleiðir eru í nágrenninu. Fullkomin hreinlætisaðstaða er við tjaldsvæðið og við flokkum sorp í þartilgerðar flokkunartunnur. Nóg rafmagn er á svæðinu fyrir alla sem vilja, eða tæplega 100 rafmagnstenglar.

Tjaldsvæðinu er skipt upp í 5 svæði og eru nánari útskýringar hér:

Svæði A
- Þetta svæði er ekki hægt að bóka eða panta fyrirfram
- Hér er það “fyrstur kemur, fyrstur fær”
- Gestir á svæði A ganga frá greiðslu í afgreiðslu sundlaugar eða verða rukkaðir af tjaldvörðum
- Á þessu svæði eru 24 rafmagnstenglar

Svæði B
- Þetta svæði er bókanlegt á Parka.is
- Það er hólfað niður í 15 hólf (B1-B15, sjá nánar á korti)
- Hvert hólf á merktan rafmagnstengil, kjósi gestir að nota rafmagn
- Skiptitími í hólfunum er kl 15:00

Svæði C
- Þetta svæði er bókanlegt á Parka.is
- Það er hólfað niður í 12 hólf (C1-C12, sjá nánar á korti)
- Hvert hólf á merktan rafmagnstengil, kjósi gestir að nota rafmagn
- Skiptitími í hólfunum er kl 15:00

Svæði D
- Þetta svæði er bókanlegt á Parka.is
- Það er hólfað niður í 14 hólf (D1-D14, sjá nánar á korti.
- Á þessu svæði er 1 rafmagnstengill fyrir hvert hýsi/einingu, kjósi gestir að nota rafmagn
- Skiptitími á svæði D er kl 15:00

Svæði E
- Þetta svæði er bókanlegt á Parka.is
- Það er hólfað niður í 17 hólf (E1-E17, sjá nánar á korti)
- Hvert hólf á merktan rafmagnstengil, kjósi gestir að nota rafmagn
- Skiptitími í hólfunum er kl 15:00
- ATH erum að vinna í að uppfæra kortið af svæðinu þannig að skipting hólfanna sjáist. E1 er strax á vinstri hönd þegar komið er inn á svæði E og E17 strax á hægri hönd. Hólfin raðast svo í númeraröð hringinn.
Upplýsingar tjaldsvæðis
KT: 4101912029
Við Hrafnagilsskóla , 605
+354 4648140
sundlaug@esveit.is
Opið: 15. Maí - 15. Sep
Verðskrá
Fullorðnir (18+)
1700 kr.
Rafmagn
1080 kr.
Gistináttaskattur
400 kr.
Eiginleikar
Áfylling vatns
Flokkun sorps
Frítt fyrir börn
Heitt vatn
Heitur pottur
Hleðslustöð
Kalt vatn
Salerni
Rafmagn
Sturta
Uppþvottaaðstaða
Þurrkaðstaða
Þurrkari
Þvottavél
Seyrulosun
Hjólastóla aðgengi
Frisbígolf völlur
Ærslabelgur
Gönguleiðir
Leiktæki
Sauna
Sparkvöllur
Sundlaug
Vaðlaug
Vatnsrennibraut
Hundar leyfðir
Gæludýr í taumi