parking validation

Parka Spons

Valin fyrirtæki taka nú þátt í að greiða bílastæðagjöld fyrir viðskiptavini sína.

Skráðu þig í stæði

Næst þegar þú skráir þig í stæði þá getur þú séð lista yfir verslanir og veitingastaði sem bjóðast til að taka þátt í að greiða bílastæðagjaldið.

Þú getur einnig fundið Parka Spons merkingar hjá fyrirtækjum, t.d. í fundarherbergjum, afgreiðslum verslana, hótela o.fl. sem ekki birtast í listanum, skannað þar QR kóða og sent beiðni.

Þú sérð í valmynd Parka appsins hvaða fyrirtæki bjóða upp á Parka Spons.

Fáðu Parka Spons!

Uppfylli viðskipti þín kröfur fyrirtækisins um lágmarks upphæð sem versla þarf fyrir  getur starfsfólk samþykkt beiðnina og tekið þannig þátt í að greiða  bílastæðagjaldið.

Fyrirtæki í Parka Spons

66north býður viðskiptavinum sínum sem versla fyrir 10.000 eða meira upp á Parka Spons að upphæð 740 kr.

Þetta gildir í verslunum 66north á Laugarvegi 17-19 og Bankastræti 5.

Fiskmarkaðurinn býður viðskiptavinum sínum sem koma í hádegismat á milli kl. 11:30 -14 upp á Parka Spons sem jafngildir 1,5 tíma í stæði P1 eða allt að 555 kr. Þetta gildir ekki með öðrum tilboðum.

BRÚT veitingahús býður viðskiptavinum sínum sem verlsa fyrir 10.000 kr eða meira upp á Parka Spons að upphæð 700 kr.

Náðu í appið!

Náðu í Parka appið og nýttu þér Parka Spons!