Parka.is
Korpudalur HI Hostel Campground Photo
Korpudalur HI Hostel
Hólf tjaldsvæðis
Myndir
Lýsing tjaldsvæðis
Tjaldsvæðið Korpudal er við Korpudalur Hostel sem er í fallegum gömlum bóndabæ sem hefur verið breytt í hostel. Það er staðsett innst í Önundarfirði, umkringt háum fjöllum.

Allt í kringum tjaldsvæðið eru möguleikar til útivistar svo sem gönguferðir, klifur og veiði. 15 km gönguleið liggur í gegnum Korpudal og Álftafjarðarheiði. Hægt er að fá nánari upplýsingar um gönguleiðir á Wapp eða hjá aðstandendum á svæðinu.

Fyrir áhugasama um fuglaskoðun þá er mikið magn af sjófuglum, öndum og jafnvel örnum í nágrenninu. á Ísafirði og Flateyri er einnig hægt að hafa ýmislegt fyrir stafni svo sem að fara í sund, heita potta, kayak ferðir og spila golf.

Á tjaldsvæðinu er lítið þjónustuhús með tveim salernum, sturtu og vaski fyrir uppvask.
Upplýsingar tjaldsvæðis
Kirkjuból í Korpudal 425
4567808
korpudalur@korpudalur.is
Verð